KVENNABLAÐIÐ

Borðaðu meira af þessu og þú grennist!

Regluleg hreyfing er öll af hinu góða; byggir upp vöðva og brennir fitu en ef þú vilt raunverulegan árangur á vigtinni þá þarftu að huga að mataræðinu. En það að missa kíló snýst ekki um að svelta sig heldur að velja réttar fæðutegundir sem fullnægja næringarþörfinni án þess að innihalda margar hitaeiningar. Bættu þessum fæðutegundum inn í þínar daglegu venjur og þú munt léttast.

Auglýsing

Hummus: 

Eigðu góðan hummus í ísskápnum og þá áttu hollt snakk. Þú getur dýft hráu grænmeti í hummusinn, borðað hann með salati eða með grófu brauði.

Hér er uppskrift af dásamlegum hummus:

1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir (hella vökvanum af)
2 mtsk Tahini
1 og 1/2 mtsk sítrínusafi
1 tsk Tamarí sósa
0,25tsk Cumin krydd
20 ml vatn
50 ml ólífuolía
2 hvítlauksrif
Salt og pipar að smekk
Hnífsoddur af Cayennepipar

Maukið allt saman.

Salsa: 
Heimagert salsa með ferskum innihaldsefnum er gott með öllu. Næringarríkt og hitaeiningasnautt.

Kartöflur:

Þær eru kolvetnaríkar en eru ekki óvinur okkar. Þær seðja mann vel og skinnið er fullt af trefjum og því ættir þú að leyfa þér að borða reglulega hollar nýjar kartöflur með skinninu.

Auglýsing

Hnetur:

Rannsókn frá 2011 sýndi fram á að fólk sem borðaði hnetur daglega var með meira magn af hormóninu Serótónin (gleðihormón) sem getur virkað sem dempari á matarlystina. Virkar mjög vel fyrir þá sem eru að glíma við magafitu.

Avókadó:

Berstu við fituna með fitu! Avókadó eru full að einómettuðum fitusýrum sem minnka magafitu. Settu nokkar sneiðar á gróft ristað brauð á morgnana eða settu það í salatið og það er hreinlega gott með öllu.

Grísk jógúrt:

Frábær kostur þar sem það er mjög próteinríkt. Hægt að nota í eldamennsku og bakstur. Svo er það gott eitt og sér. Passaðu þig bara að borða það í litlu magni í einu.

Chia fræ:

Trefjaríkt, próteinríkt og ríkt af omega-3. Þegar bætt út í vökva þá verða þau saðsamari. Gott að borða þau í morgunmat sem chia graut eða henda út í “boosið” á morgnana.

Lax:

Laxinn er ríkur af omega-3 fitusýrum sem styrkja starfsemi hjarta og æða. Omega-3 minnkar einnig bólgur í líkamanum og getur þannig hjálpað þér að ná þér líkamlega eftir strangar æfingar og hraðað á efnaskiptum. Laxinn er einstaklega próteinríkur og er því frábær kostur sem kvöldmatur.

Hafragrautur:

Það jafnast ekkert á við hafragraut í morgunmat. Þú verður södd lengi og þú færð fullt af trefjum.

Súpa:

Gerðu sjálf súpusoð til að taka með þér í vinnuna. Auðvelt að gera fyrir marga daga og eiga í frystinum. Soðið er hitaeiningasnautt og bragðgott.

Ber:

Rannsóknir sýna að andoxunarefni sem er í berjum getur breytt virkni í fitufrumum sem veldur því að það er erfiðara að bæta á sig fituforða. Bláber eru sérstaklega rík af andoxunarefnum.

Poppkorn:

Ef þig langar í nammi eða eitthvað salt þá er poppkorn góður kostur. Keyptu fitusnautt popp eða poppaðu sjálf. Notaðu lítið af salti og þá sjávarsalt. Slepptu smjörinu og notaðu olíu.

Epli:

Epli eru rík af Pektíni sem eru trefjar sem veita þér saðsemistilfinningu.

Kjöt:

Magurt kjöt er ríkt af próteini og hjálpar þér við vöðvauppbyggingu. Mikill vöðvamassi brennir fitu og lagar línurnar.

Paprika:

Capsaicin sem er í paprikum og gefur þeim bragðið hafa góð áhrif á efnaskiptin. Þau hraða efnaskiptunum. Borðaðu papriku í salat, eina og sér eða bættu chili í matinn, jalapenos er líka góður kostur.

Dökkt súkkulaði:

Fólk sem borðar lítinn skammt af dökku súkkulaði daglega langar síður í sætindi.

Grænt te:

Það er góður vani að drekka grænt te yfir daginn því það eykur efnaskiptin, er vatnslosandi og minnkar matarlystina.

Quinoa:

Quinoa er ofurfæða því það er ríkt af pseudograin sem er frábær uppspretta póteins og trefja.

Egg:

Frábær sem millibiti og morgunmatur. Þau eru næringarrík og hitaeiningasnauð. Og já, það má borða eggjarauðuna líka.

Baunir:

Prótein- og trefjaríkar. Baunabuff, bættu þeim í salatið eða útbúðu gómsæta rétti úr baunum.

Kanill:

Jafnvel lítið magn af kanil hefur sýnt að það geti stjórnað blóðsykrinum, minnkað þannig sykurlöngun og aukið brennslu. Bættu hreinum kanil útí kaffið á morgnana, útá grautinn, eplin eða hvernig sem er.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!