KVENNABLAÐIÐ

Systir Meghan Markle ósátt við hana: Hún á fjölskyldu!

Meghan Markle fagnaði jólunum í faðmi ástarinnar sinnar Harry Bretaprins og bresku konungsfjölskyldunni. Eftir öll hátíðarhöldin sagði Harry að fjölskyldan væri eins og fjölskyldan sem Meghan eignaðist aldrei, en systir hennar Samantha Grant er virkilega ósátt við þessi ummæli.

„Allir voru í skýjunum yfir að hafa Meghan með okkur,“ sagði Harry í viðtali við Radio 4. „Það er alltaf fjölskyldustund hjá okkur og við áttum dásamlega tíma saman. Við vorum með bróður mínum og mágkonu og vorum að leika við börnin á fullu. Jólin voru æðisleg.“

Auglýsing

Aðspurður hvernig Meghan sé að aðlagast konungsfjölskyldunni og nýjum reglum og siðum segir Harry: „Hún er að standa sig á ótrúlegan hátt. Hún er að komast þangað og þetta er fjölskyldan sem ég held hún hafi aldrei átt.“

Samantha Grant
Samantha Grant

Eftir viðtalið varð Samantha afskaplega reið og sagði hann fara með ósannindi, því Meghan hefði svo sannarlega átt fjölskyldu áður en hann kom til: „Í raun hefur Meghan stóra fjölskyldu sem hefur alltaf staðið með henni og verið þarna fyrir hana. Heimilishaldið var alltaf ósköp eðlilegt og þegar pabbi og Doria skildu pössuðum við uppá að hún hefði alltaf átt tvö heimili. Allir voru í sátt og samlyndi, það eina sem vantaði var að hún hefði tíma,“ segir Samantha um þær sögusagnir að þær hafi ekki verið samlyndar systur.

„Fjölskylda Meg (okkar fjölskylda) hefur systur, bræður, frændur og frænkur og límið sem heldur fjölskyldunni saman er hinn óeigingjarni faðir. Hún hefur alltaf átt fjölskyldu…að ganga í hjónaband bætir bara í hana“ segir Sam.

Auglýsing

Meghan og Samantha hafa löngum eldað grátt silfur saman. Samantha staðfestir að það sé rétt, einkum vegna þess að hún sjálf hafi farið óvarkárnum orðum um Meghan á samfélagsmiðlum. Hún hefur m.a. sagt að Meghan hafi verið leikkona sjúk í frægð, og hún hafi yfirgefið sig þegar hún varð veik.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!