KVENNABLAÐIÐ

Jólamyndin frá Cambridge komin á netið

Vilhjálmur prins og Kate Middleton hertogaynja hafa nú sett opinbera jólamynd á Twitterreikning konungshallarinnar, en þau pósa þar með gullfallegum börnum sínum, George og Charlotte. Var myndin tekin af Chris Jack í Kensingtonhöll.

jola cam

Á þessari fallegu jólamynd eru þau öll í stíl – ljósbláum lit.

Auglýsing

Einnig var tilkynnt um að litla prinsessan sem er tveggja ára mun fara í leikskólann Willcocks Nursery í janúar.

jol cam charlotte 2

Mun fjölskyldan eyða jólunum í Sandringham með Harry prins og unnustu hans, Meghan Markle. Þykja þetta tíðindi og brot á hefðum en Kate var ekki boðið að vera með á jólunum 2010 þegar þau voru trúlofuð.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!