KVENNABLAÐIÐ

Donald Trump: Skyndibitaforsetinn

Flestir hefðu nú ætlað að forseti myndi hugsa vel um heilsuna, þar sem hann hlýtur að hafa kokka til að elda ofan í sig. En ekki Donald Trump. Hann er svarinn andstæðingur hreyfingar, eins og fram hefur komið, og elskar skyndibita – þá sérstaklega McDonalds og KFC. Ein máltíð samanstendur oft af tveimur Big Mac og tveimur fiskiborgurum, skolað niður með súkkulaðimjólk. Það eru um 2700 kaloríur!
Matarvenjur hans hafa oft ratað í fjölmiðla, til dæmis vill hann borða steik með tómatsósu.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!