KVENNABLAÐIÐ

Söngkonan Sia póstaði sjálf nektarmyndum af sér á netið til að koma í veg fyrir sölu á þeim

„Einhver er að reyna að selja nektarmyndir af mér til aðdáenda. Sparið peninginn, hér fáið þið þær frítt!“ sagði Sia á Twitterreikningi sínum á mánudaginn 6. nóvember. Virðist vera um að ræða mynd papparassanna af henni á hótelsvölum, nakin. „Allir dagar eru jól!“ sagði hún en nýja platan hennar heitir einmitt það: “Everyday is Christmas!” Hvort sem um er að ræða bragð til að selja nýju plötuna eða að hefna sín á þeim sem vildu græða á myndunum skal ósagt látið.

Auglýsing

Seljandinn ku hafa lofað að ef einhver keypti eina mynd væru 14 aðrar sem kæmu þá fyrir augu þeirra.

Auglýsing

Twitter logaði eftir færsluna að sjálfsögðu og einn sagði:  “You can Sia ass before you Sia face,” sem er í raun óþýðanlegt, en fyndið þar sem hún hefur ítrekað reynt að leyna andliti sínu.

Þetta er að sjálfsögðu ekki í fyrsta skipti sem reynt er að selja myndir af frægum: Árið 2014 var fullt af myndum opinberar á netinu eftir að Apple og Google reikningar voru hakkaðir, m.a. myndir af Jennifer Lawrence sem sagði það vera kynferðislegt ofbeldi og glæpur.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!