KVENNABLAÐIÐ

Óhugnanlegar upplýsingar í bréfi Cathriona White til hennar fyrrverandi, Jim Carrey

Kenndi henni á kókaín og vændiskonur: Í bréfi sem fyrrverandi kærasta leikarans Jim Carrey skrifaði áður en hún lést af völdum sjálfsvígs eru ásakanir um að hann hafi kynnt hana fyrir „kókaíni, vændiskonum, andlegu ofbeldi og sjúkdómum.“ Fyrr í vikunni fóru fram réttarhöld fjölskyldu Cathrionu gegn Jim Carrey og sást þá þetta bréf sem var á iPad Cathrionu, en hafði ekki sést fyrr.

Bréfið var skrifað þann 8. apríl 2013 og í því segir Cathriona að hún hafi áður verið „hamingjusöm manneskja“ sem „elskaði lífið,“ en allt breyttist þegar hún kynntist honum. Segir hún: „Ég hitti þig, þú kynntir mig fyrir kókaíni, vændiskonum, andlegu ofbeldi og sjúkdómum.“ Minnist hún einnig á þegar Jim smitaði hana af kynsjúkdómum og hún reyndi að kúga hann vegna þess. Cathriona og lögfræðingurinn hennar, Filippo Marchino, hótuðu honum að fara með málið í fjölmiðla eftir að hann smitaði hana af Herpes I og II ef hann borgaði henni ekki einhverjar milljónir.

Auglýsing

Í bréfinu segir þó Cathriona að hún vilji ekki peninga frá honum, bara afsökunarbeiðni: „Þú veist hvað ég vil og það hefur ekkert með peninga að gera. Ég fékk mér ekki lögfræðing til þess ég gæti tekið við peningum frá þér…þú gafst mér HSV og HPV, ég vil að þú biðjir mig afsökunar þess vegna. Ég veit að þessi litli hlutur fyrir þér getur eyðilagt líf konu. Ég elska þig enn. “

Mynd: Radar
Mynd: Radar

Jim Carrey stefndi fjölskyldunni á móti þar sem hún kom með þær ljótu ásakanir að hann sé valdur að sjálfsvígi Cathrionu árið 2015. Segir leikarinn að þetta sé tilraun til að láta hann líta illa út: „Því miður gerði ég þau mistök að láta eftir og jafna út falskar ásakanir sem voru gerðar gagnvart mér af Mr. Marchino fyrir hönd Cat, til að verja mig. Þetta var dýr og sársaukafullur ferill,“ segir Carrey í yfirlýsingu vegna þess að hann borgaði henni fyrir að þegja með hjálp lögfræðingsins.

„Mér fannst eins og Marchino væri að nota Cat. Nú hefur þessi nýja kæra komið fram og ég hef séð hvernig þessar röngu ásakanir gætu verið túlkaðar og gæti verið frambærilegu fólki hættulegar því þær hafa áhrif á mann. Þessi hegðun er ótrúleg. Ég mun ekki láta undan í annað skiptið. Ég er ekki ábyrgur fyrir dauða hennar. Ég dýrkaði þessa konu. Ég var blindaður af ást. Samt sem áður hef ég samúð og fyrirgef Cat og held áfram að einblína á gjafir þessa lífs.“

Auglýsing

Í fyrra komst slúðursíðan Radar að því að Cat hafði búið til myndband þar sem hún sagði að hann ætti sér tvöfalt líf og væri í raun kókaínfíkill (hún kallar kókaín sykur, eða „sugar“)

Í myndbandinu segir hún:

“He roller-coasters a lot. . .over Christmas I guess sugar f***ed him up,” sagði hún. “It really f***s with him, makes him really depressed.

“Then he started smoking pot, and then he kept eating more sugar, and then he was just like having these breakdowns, like meltdowns.”

Einnig sagði hún: “It’s like 50 shades of grey, 50 f***ing million shades of Jim — and I’m 50 f***ing million shades of f***ed up because of it!”