KVENNABLAÐIÐ

Ástæða þess að þú ættir ALDREI að „gúgla“ Avril Lavigne

Hvenær flettirðu síðast söngkonunni Avril Lavigne upp á Google? Kannski hefurðu heyrt orðróm þess efnis að hún hafi verið látin í 14 ár og klón sé að leika hana en sá orðrómur hefur verið býsna hávær síðastliðin ár. Kannski vildirðu bara vera viss um að allt væri í lagi með hana, því þú ert góð manneskja!

Ef það er málið, mun góðvildin sennilega koma í bakið á þér. Þess í stað er þér REFSAÐ fyrir að vera yfir höfuð að hugsa til hennar. Því miður er það svo að ein „hættulegasta“ manneskjan til að „gúgla“ er Avril Lavigne. Ástæða þess er sú, samkvæmt tölvuöryggisfyrirtækinu McAfee, er hún líklegast til að henda þér inn á vefsíður sem eru sýktar af vírusum og meinhugbúnuðum.

Auglýsing

Vírusarnir eru sérhannaðir til að eyðileggja, trufla eða taka yfir tölvuna þína. Ef þú leitar að Avril á Google eru 14,5% líkur á að þú hittir á sýkta síðu. Ef þú leitar að fríu mp3 lagi með söngkonunni eru 22% líkur á að þú klikkir á vírussíðu.

Avril er ekki eina stjarnan sem tölvuhakkarar nota. Níu aðrar stjörnur eru bendlaðar við þetta leiðindamál en eftirfarandi listi er hér að neðan

  1. Bruno Mars
  2. Carly Rae Jepsen
  3. Zayn Malik
  4. Celine Dion
  5. Calvin Harris
  6. Justin Bieber
  7. Sean ‘Diddy’ Combs
  8. Katy Perry
  9. Beyoncé

Þú hefur fengið viðvörun – ekki reyna að „gúgla“ hana!

Auglýsing

Hér er svo myndband með Avril sem segir okkur að hún sé svo sannarlega ekki horfin yfir móðuna miklu:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!