KVENNABLAÐIÐ

Fyrirsætan Heidi Klum tekur sér pásu frá ótrúum kærasta til þriggja ára

Fyrirsætan og þáttastjórnandinn Heidi Klum hefur nú loksins fengið nóg af kærastanum Vito Schnabel, eftir að sögusagnir þess efnis að hann hafi verið ítrekað að halda framhjá henni. Nú stendur New York Fashion Week yfir og er Heidi á staðnum en í þau þrjú skipti sem hún hefur farið út er Vito hvergi nálægt.

Auglýsing

Sást hún með Lewis Hamilton á Harper’s Bazaar Icons partýinu en er sagt að þau séu bara vinir. Yfirleitt dvelst hún hjá Vito þegar hún er í New York en nú dvelst hún á hótelinu Crosby Street meðan NYFW stendur yfir.

Heidi sem er 44 ára hefur sennilega fengið nóg af skandölum Vito (31) með öðrum konum í gegnum tíðina og hefur sambandið verið stormasamt. Myndir hafa birst af honum í gulu pressunni þar sem hann faðmar og kyssir aðrar konur. Einnig fór hann á stefnumót með Dakota Johnson árið 2015 og leiddi hana.

Auglýsing

Þrátt fyrir að Heidi hafi ekki viljað tjá sig um þessi mál þykir öruggt að það hafi eitthvað með umrædda pásu að gera.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!