KVENNABLAÐIÐ

Kærasti fyrirsætunnar Heidi Klum staðinn að framhjáhaldi

Heidi Klum er annaðhvort í afneitun eða trúir því ekki að kærasti hennar, listaverkasalinn Vito Schnabel (30) sé að halda framhjá henni, en myndir af honum fóru á flug þar sem hann var að kyssa dökkhærða konu. Vito hefur neitað að um framhjáhald sé að ræða og þetta hafi aðeins verið „saklaus uppákoma“ með fjölskylduvini.

Auglýsing

Gerðist atvikið í London og náðist á filmu. Vito hefur sagt: „Það er verið að gera úlfalda úr mýflugu. Það er tilhæfulaust að áætla að ég hafi haft nokkuð annað í hyggju með fjölskylduvini. Við fórum heim í sitthvoru lagi.“

Heidi og Vito
Heidi og Vito

Heidi Klub skildi við tónlistarmanninn Seal árið 2014 og fór þá að hitta Schnabel sama ár. Hún hefur alltaf verið við hans hlið, þrátt fyrir að oft hafi komið upp orðrómur um framhjáhald. M.a. fór hann á „stefnumót“ með Dakota Johnson, leikkonunni ungu. Einnig hefur hann sést með hinni rússnesku Dasha Zhukova, 35, sem einnig er listaverkasali. Sjónarvottar sáu þau vera að „faðmast, knúsast og hvísla í eyru hvors annars“ á  St. Moritz veitingastaðnum.

Auglýsing

Heidi (44) hefur sagt við E! sjónvarpsstöðina: „Ég er mjög ástfangin.“

Klum var í New York að taka upp þættina America’s Next Top Model á meðan Schnabel var á Englandi með annarri konu.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!