KVENNABLAÐIÐ

Foreldrar sem eiga þetta mörg börn eru hamingjusömust!

Ef þú ert að hugsa að hjón með eitt eða tvö börn eða jafnvel engin væru hamingjusömust hefurðu rangt fyrir þér. Ný rannsókn sem framkvæmd var að Dr Bronwyn Harman prófessor í félagsfræði í  Edith Cowan University, sýnir að hjón eða pör með fjögur börn eða fleiri eru hamingjusömust.

Auglýsing

Dr. Harman eyddi fimm árum í að rannsaka fjöldamargar fjölskyldur og segir hún að hamingjusamir foreldrar séu sameinaðir um hversu mikla vinnu þeir hafa lagt í að byggja upp fjölskylduna: „Foreldrarnir segja oftast að þá langaði í stóra fjölskyldu. Það var markmiðið og lífstíll þeirra tekur mið af því,“ segir hún. „Það sem er mikilvægast fyrir börn eru mörk, samræmi í uppeldisaðferðum og að þau séu elskuð skilyrðislaust.“

Auglýsing

Niðurstöðurnar mældu seiglu, félagslegt stuðningsnet, sjálfstraust og lífshamingju. Að hafa þetta í góðu jafnvægi þýðir yfirleitt að annað sé í lagi. Þrátt fyrir að því stærri sem fjölskyldan er, því meiri óreiða og kostnaður sýnir rannsóknin að slíkt er jafnað út með ánægjunni sem svo stór barnahópur veitir. Uppgötvanir hennar sýna einnig að börn sem alast upp í stórum fjölskyldum læra sjálfstæði mjög ung og þau hafa alltaf leikfélaga!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!