KVENNABLAÐIÐ

Sharon Osbourne opnar sig um framhjáhald Ozzy Osbourne með sex konum

X Factor dómarinn Sharon Osbourne hefur nú sagt frá framhjáhaldi eiginmannsins, Ozzy Osbourne með sex konum, m.a. rússneskum táningi, tveimur nuddurum og kokkinum þeirra. Í maí í fyrra var sambandi þeirra nær lokið þegar upp komst um fjögurra ára framhjáhald með hárgreiðsludömunni Michelle Pugh, en það hafði víst staðið yfir í fjögur ár. Sharon segir: „Ef þú ert kona sem nuddar Ozzy eða kemur með fullan bakka af mat til hans, guð hjálpi þér.“

Auglýsing

Einnig sagði hún: Það voru sex konur, einhver rússneskur unglingur, nuddari í Englandi, nuddarinn okkar og svo kokkurinn okkar.“

Komst Sharon að framhjáhaldinu þegar Ozzy sendi henni tölvupóst sem átti að fara á eina hjákonuna: „Við vorum að horfa á sjónvarpið í sitthvorum sófanum og hann sendir mér tölvupóst. Ég spurði: „Af hverju sendirðu mér þennan heimskulega tölvupóst?“ og hann sagðist ekki hafa sent mér neitt. Ég greip símann hans og sagði: „Sjáðu!“ og þá var þetta póstur til einnar af helvítis kellingunum hans.“

Auglýsing

Ozzy sem er orðinn 68 ára fór í ágúst síðastliðnum eftir að játa framhjáhaldið gagnvart Sharon. Þau giftu sig árið 1982, svo skildu leiðir í fyrra, en nú hafa þau endurnýjað heitin.

Michelle
Michelle

Í fyrra sagði Michelle, 46 ára: „Við áttum í raunverulegu sambandi. Hann lét mér líða sem fallegustu og dýrkuðustu konu í heimi.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!