KVENNABLAÐIÐ

Ökklabraut kærustu sína eftir að tarotspilin hennar sáu hann í tygjum við aðrar konur

Spákona nokkur sá í spilunum sínum að kærastinn hennar var að halda framhjá. Jenna Clemence frá Blackburn í Englandi varð tortrygginn að kærastinn hennar Ben Johnston væri að hitta aðra konu og spilin sáu hið versta.

Auglýsing

tar1

Jenna og Ben höfðu verið saman í ár en Jenna varð óörugg þegar hún varð vitni að því þegar hann fékk sms í kringum miðnætti sem hafði greinileg áhrif á hann. Hún leitaði ráða hjá tarotspilunum sínum og fékk sjokk þegar hún sá hvað þau sögðu.

tar4

Jenna lagði spilin fyrir framan sig og fyrstu tvö sem hún fletti voru drottningarspil. „Ég var eyðilögð. Hann hafði ekki bara eina, heldur tvær konur í lífi sínu.” Hún segir að spilin „afhjúpi sannleikann” og þau „ljúgi aldrei.”

tar2

Þrátt fyrir að Jenna hefði trúað því að Ben væri „sá eini rétti” sagði hún að systir hans hefði opnað sig um framhjáhaldið og sagt henni að hann ætti aðra kærustu. Þegar Jenna mætti í íbúðina hans til að ná í X-Box tölvu níu ára sonar hennar varð Ben brjálaður og réðist á Jennu sem orsakaði að ökkli hennar brotnaði.

„Hann réðist á mig með rúgbý-tæklingu,” segir hún.

Auglýsing

Jenna trúir statt og stöðugt á spilin sín: „Þegar mig fór að gruna að Ben væri að halda framhjá vissi ég að svörin væru að finna hjá spilunum. Spilin ljúga ekki. Ég lagði þau á borðið fyrir framan mig og spurði spurningarinnar: „Er Ben að hitta aðra konu?” Ég sneri fyrsta spilinu við. Það var drottning. Svo sneri ég öðru við. Það var önnur drottning. Ég fékk áfall. Það voru tvær aðrar konur í lífi hans.”

tar8

Jenna sem vinnur í gæludýrabúð hitti Ben á netinu í október 2016. Þrátt fyrir að sambandið hafi verið stormasamt héldu þau saman: „Ég bara elskaði hann í alvöru. Ég var heltekin af honum, hann bræddi mig.”

Eitt kvöldið sá hún hann fá skilaboð í kringum miðnætti: „Hann sagði mér að þetta væri vegna leiks sem hann væri þátttakandi í en hvernig hann hegðaði sér sagði mér að þetta snerist um eitthvað allt annað. Hann var alveg á nálum. Ég hugsaði „lygarinn þinn” og svo lá ég þarna alla nóttina og leið ömurlega. Ég bara vissi þetta væri um aðra konu.”

tar5

Næsta dag lagði Jenna tarotspilin og sá þá sannleikann.

Í ágúst var hann dæmdur í 16 mánaða fangelsi, eftir mikla töf í dómskerfinu.

Jenna segir: „Mér var mjög létt að hann var kominn út úr lífi mínu. Nú er ég að hitta indælis mann og ég elska enn tarotspilin mín.”

tar6

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!