KVENNABLAÐIÐ

Síðustu andartök ungrar konu sem lést eftir að hafa tekið pillu sem hún hélt að væri MDMA

Niðurbrotnir foreldrar hinnar tvítugu Amy Vigus hafa deilt myndum og myndbandi af henni á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á eiturlyfjaneyslu ungs fólks, og það geti verið nóg að innbyrða aðeins eina pillu sem gæti leitt til dauða. Um síðustu helgi fór Amy á Elrow Town hátíðina í Ólympíugarðinum í London. Fékk hún þar pillu sem hún hélt að væri MDMA (Molly/ecstacy).

a lat

Auglýsing

Hafa foreldrar Amyar sett af stað söfnun í hennar nafni. Náði Amy að komast heim til sín en var í afar einkennilegu ástandi. Þar missti hún meðvitund og foreldrarnir neyddust til að hefja hjartahnoð. Hún var flutt á skyndi til sjúkrahúss en þá var hún í dái. Hún var úrskurðuð látin mánudaginn 21. ágúst síðastliðinn.

Amy á góðri stund
Amy á góðri stund

Foreldrarnir segja: „Að horfa á Amy eins og hún leit alltaf út, með hárið sett upp, augnhárin sín og glimmer í hárinu, en samt látin er eitthvað sem við óskum engum að ganga í gegnum. Hún lá þarna grafkyrr og virtist friðsæl.“

Sem lítil stúlka
Sem lítil stúlka

Líkami Amy hafnaði efninu sem hún tók inn: „Hún varð sjúklega lasin og tók köst. Hún náði að komast heim þar sem hún datt niður í hinsta sinn.“

Auglýsing

Foreldrarnir eru þakklátir öllum stuðningnum sem þau hafa fengið. Á fyrsta sólarhringnum sáu tæpar tvær milljónir myndbandið af Amy.

Vinsamlega deildu ef þú ert sammála boðskapnum

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!