KVENNABLAÐIÐ

Skemmtikrafturinn Jerry Lewis látinn

Einn helsti skemmtikraftur Bandaríkjanna, Jerry Lewis, er látinn, 91 árs að aldri. Lést hann að heimili sínu í Las Vegas, Nevadaríki. Fjölskylda hans var viðstödd og var andlát hans friðsælt. Jerry varð frægur á sjötta áratugnum þar sem hann söng með Dean Martin og sungu þeir fræg lög á borð við That’s My Boy, The Stooge og The Caddy ásamt fleirum en þeir hættu samvinnunni árið 1956 þar sem erfitt var fyrir þá að vinna saman.

Auglýsing

Jerry lék líka í myndum á borð við The Nutty Professor og The Bellboy. Jerry var einnig mikill mannvinur og gaf örlátlega í góðgerðarsjóði.

Jerry Lewis átti fimm syni og ættleiddi eitt barn með fyrrum konu sinni, Patti Palmer. Einnig ættleiddi hann aðra dóttur með seinni konu sinni SanDee Pitnick.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!