KVENNABLAÐIÐ

Dóttir Courteney Cox er afskaplega lík móður sinni!

Í gegnum árin höfum við fylgst með ýmsum stjörnum og afkvæmum þeirra…sum feta í fótspor foreldra sinna og önnur ekki. Kate Hudson er mjög lík mömmu sinni, Goldie Hawn, Zoe Kravitz syngur eins og pabbi, Lenny….og Emma Roberts á móðursystur sem er virkilega þekkt, en það er engin önnur en Julia Roberts.

Auglýsing

co6

Nú er hin 13 ára dóttir Friends-stjörnunnar Courteney Cox, Coco Arquette, orðin þekkt en hún hefur leikið í tveimur vinsælum tónlistarmyndböndum. Getur verið hún hafi leikhæfileikana frá mömmu sinni og pabba, David Arquette?

co77

Courteney fékk stóra „breikið“ þegar hún lék í myndbandi Bruce Springsteen „Dancing In The Dark,“ en þar tók Bruce hana úr fjöldanum og dansaði við hana.

co5

Coco lék fyrr á þessu ári í myndbandi MONOGEM, „Wild.“

Auglýsing

co4

Fjölskylduvinurinn Foy Vance bjó til lag sem er nefnt eftir henni, „Coco“ – kynntust þau í gegnum kærasta móður hennar, Johnny McDaid, sem er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Snow Patrol.

co1

Courteney meira að segja leikstýrði myndbandinu, en hún hefur gert það áður í kynningarmyndbandi fyrir Cougar Town, þætti sem floppaði fyrir nokkrum árum með henni í aðalhlutverki. Coco á greinilega framtíðina fyrir sér! Sjáðu myndbandið:

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!