KVENNABLAÐIÐ

Hvernig vaxtartruflanir eru meðhöndlaðar

  • Hvað er „eðlilegur vöxtur”?Hugtakið „eðlilegur vöxtur” er mjög teygjanlegt því engin tvö börn eru eins. Vöxtur og þroski eru hugtök sem gjarnan fléttast saman þegar verið er að lýsa framförum barns á ákveðnu aldursskeiði. En hvað merkja þessi hugtök?
    • Vöxtur er mælikvarði á stærð (vaxtatafla: drengir, stúlkur) og er hann mældur í aukinni líkamsstærð. Fyrst og fremst er litið til hæðar barnsins, þyngdar og höfuðummáls þess.
    • Þroski er mælikvarði á getu og lýsir hreyfi-, athafna- og talgetu barns undir 2ja ára aldri. Eftir 2ja ára aldurinn er einnig litið til vitsmunagetu barnsins þegar þroski er mældur og síðar til kynþroska.

    Vöxtur barna er mishraður. Til tveggja ára aldurs vaxa börn hratt, en svo hægir á vextinum fram að kynþroska. Á þessum árum vaxa drengir og stúlkur á svipuðum hraða. Kynþroski byrjar venjulega hjá stúlkum við 11-12 ára aldur. Hjá drengjum brýst hann venjulega aðeins síðar fram eða þegar þeir eru á 14. ári.

    Auglýsing
  • Hvernig er fylgst með því að vöxtur barna sé eðlilegur?Til að fylgjast með því að barn vaxi eðlilega eru notaðar vaxtartöflur og vaxtarlínurit, sem sýna eðlilega stærð barna á hverju aldursskeiði. Vaxtarlínuritið er byggt á vaxtarmælingum á börnum áratugi aftur í tímann (ekki eru notaðar sömu töflur fyrir drengi og stúlkur).Um 95% barna er af „eðlilegri“ stærð. Þau 5% sem eru minni eða stærri eru þá annað hvort ofan eða neðan við það sem telst eðlilegt.Með því að mæla þyngd, lengd og höfuðummál og setja inn á vaxtarlínurit frá fæðingu má fylgjast með því hvort barnið stækkar og þroskast eðlilega.Það skiptir ekki höfuðmáli að barn fylgi meðalkúrvunni heldur að það fylgi sinni vaxtarlínu því erfðaeiginleikar barna valda því að þau eru misstór að upplagi. Börn sem eiga hávaxna foreldra geta verið fullkomlega eðlileg þó þau liggi fyrir ofan meðaltalið og hið sama má segja um þau sem eiga lágvaxna foreldra. Bestu upplýsingarnar fást með endurteknum mælingum á vexti barnsins þannig að eigin samanburður fáist. Eigin vaxtarlína er miklu þýðingarmeiri en samanburður við aðra.Nokkrar þumalfingursreglur

    Þyngd:

    • eðlilegt telst að nýfætt barn tapi allt að 10% af fæðingarþyngd fyrstu dagana eftir fæðingu
    • æskileg þyngdaraukning frá annarri viku frá fæðingu til 3ja mánaða aldurs er 150 – 200 gr á viku.
    • eðlilegt er að barn tvöfaldi fæðingarþyngd sína á fyrstu 5 – 6 mánuðunum.
    • eðlilegt telst að eins árs barn hafi þrefaldað fæðingarþyngd sína.

    Hæð:

    • hæð barna yngri en 2ja ára er mæld liggjandi. Eftir þann aldur eru þau látin standa við hæðarmælingu
    • á aldursbilinu 3ja – 12 mánaða lengjast börn að meðaltali um einn og hálfan sentímeter á mánuði
    • ársgamalt barn hefur að meðaltali náð fæðingarlengd margfaldað með einum og hálfum
    • fjögurra ára gamalt hefur meðalbarnið tvöfaldað fæðingarlengd sína.

    Heilbrigð börn geta sveiflast töluvert í þyngd. Mörg ungabörn þyngjast mikið fyrstu sex mánuðina. Síðan hægir yfirleitt á þyndaraukningunni þegar barnið er 10–18 mánaða og fylgir það þá nýrri þyngdarlínu.

    Börn smávaxinna foreldra fylgja oft sama vaxtarhraða og börn hávaxinna foreldra fyrsta árið. Eftir það hægir á vexti þeirra og þau fylgja nýrri vaxtarlínu.

    Ekki er óalgengt að heilbrigð börn tapi þyngd í veikindum. Þegar þau verða aftur hraust þyngjast þau hins vegar hratt aftur þar til fyrri þyngdarlínu er náð. Nýburar sem vaxið hafa of lítið í móðurkviði vaxa hlutfallslega meira en önnur börn fyrst eftir fæðinguna þar til þau hafa náð sinni eðlilegu vaxtarkúrvu.

  •  
    Auglýsing
  • Fyrirburar fylgja oft raunaldri sínum en rétt er þó að miða við þann dag sem þau hefðu með réttu átt að fæðast. Þess vegna er rétt að draga þær vikur sem vantaði upp á meðgönguna frá þegar lagt er mat á vaxtarhraða fyrirbura. Slíka „leiðréttingu“ þarf yfirleitt að gera þar til barnið hefur náð tveggja ára aldri.

    Líkamlegur þroski og kynþroski er að hluta til arfbundinn. Því er mynstur foreldra og barna þeirra oft svipað. Hafi tíðablæðingar móður stúlku byrjað snemma er ekki ólíklegt að þær geri það einnig hjá dótturinni. Eins er líklegt að kynþroski sonar sé líkur því sem hann var hjá föður hans. Því fyrr sem kynþroska er náð því fyrr hættir lengdarvöxturinn. Því er ekki óalgengt að þau börn sem taka fyrr út kynþroska séu stór miðað við jafnaldra sína en þegar á fullorðinsárin kemur eru þau etv. lægri.

     

  • Hvernig uppgötvast vaxtartruflanir?Vaxtartruflanir lýsa sér í því að börn vaxa ekki á þann hátt sem börnum er eðlilegt. Þau víkja þá skyndilega töluvert frá þeirri vaxtarlínu sem þau hafa fylgt. Þegar svo ber við er rétt að leita ráða hjá heimilislækninum.
  • Hvers vegna verða börn fyrir vaxtartruflunum?Vöxtur barns ákvarðast af ýmsum þáttum sem eru blanda erfða og umhverfisáhrifa. Með umhverfisáhrifum er einkum átt við mataræði og hreyfingu, langvarandi sjúkdóma og ýmsa efnaskiptasjúkdóma sem geta haft áhrif á vaxtarhraðann.sjá kafla um skort á vaxtarhormóni
  • Hvernig greinir læknirinn vaxtartruflanir?Allir geta mælt og vigtað börn sín. Mælingar sem gerðar eru í heimahúsum geta reynst ónákvæmar, auk þess sem fagfólk þarf til að túlka vaxtalínurit. Því er mikilvægt að fagfólk, læknar og hjúkrunarfræðingar fylgist reglubundið með vexti og þroska allra barna. Á Íslandi er þetta gert með reglubundnu ungbarnaeftirliti sem fer fram á heilsugæslustöðvum og í læknisskoðunum sem fara fram í grunnskólunum.Ef foreldrar hafa áhyggjur af vexti barnsins er þeim ráðlagt að leita til læknis eða hjúkrunarfræðings.Læknirinn mælir og vigtar barnið og dregur upp vaxtalínurit. Til að túlka niðurstöðurnar þarf að fá upplýsingar um hæð og þyngd foreldra sem ungabarna, á unglingsárum og sem fullorðinna einstaklinga. Jafnframt þarf að kanna hvenær kynþroski byrjaði hjá foreldrum. Læknirinn spyr einnig foreldrana um mataræði barnsins, matarlyst og matarvenjur, hægðamynstur, hreyfingu og hvort félagsleg vandamál geti verið til staðar. Rannsaka þarf barnið með tilliti til sjúkdóma og hvort um bráðann kynþroska geti verið að ræða.Með því að taka röntgenmynd af vinstri hönd og úlnlið er hægt að ákvarða beinaldur. Ef beinaldur er á undan eða eftir raunaldri barnsins getur það bent til að um vaxtartruflanir sé að ræða. Ef niðurstöður rannsókna leiða grun að því að sjúkdómur sé undirliggjandi er barninu vísað til barnalæknis til frekara mats og meðferðar ef þörf er á.
  • Hvernig eru vaxtartruflanir meðhöndlaðar?Meðferð fer eftir því hvernig vaxtartruflanir er um að ræða og hver orsök þeirra er.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!