KVENNABLAÐIÐ

Dóttir Cindy Crawford birtir umdeilda „selfie“ af sér

Ef þú vissir það ekki nú þegar hefur dóttir ofurfyrirsætunnar Cindy Crawford erft fallegt útlit. Kaia Gerber er aðeins 15 ára gömul en er nú þegar farin að sitja fyrir og sýna á sýningum vinsælla hönnuða á borð við Alexander Wang, Marc Jacobs Beauty, og Miu Miu. Kaia birti meðfylgjandi mynd af sér á Instagram þar sem hún er greinilega nakin undir hvítum baðsloppi og aðdáendur misstu sig í athugasemdum.

Auglýsing

uniform

A post shared by Kaia (@kaiagerber) on

Hörðustu athugasemdirnar sneru að ungum aldri hennar og hún væri of ögrandi fyrir aldur. Einnig var hún nefnd „Lolita“ og Cindy, móður hennar, kennt um.

Auglýsing

Kaia segist eiga „eðlilegt“ líf og skólagöngu en það kannski er harla ólíkt jafnöldrunum þar sem hún umgengst fræga fólkið á borð við fyrirsætuna Kendall Jenner.

kaia

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!