KVENNABLAÐIÐ

Barnfóstru leitað til að vinna í „draugahúsi“

Fjögurra manna fjölskylda leitar að barnfóstru sem tilbúin er að vinna í draugahúsi og þola allskonar yfirnáttúruleg fyrirbæri, en fimm barnfóstrur hafa sagt upp störfum á síðasta ári. Það getur verið að um auglýsingabrellu eða svindl sé að ræða en allavega – þetta ratar í fréttirnar!

Scottish-Borders

 

Samkvæmt auglýsingunni sem póstað var á vinsælli barnfóstrusíðu í Bretlandi leitar: „vingjarnleg fjögurra manna fjölskylda með 5 og 7 ára barn til að búa með þeim í skoskum smábæ: „Við höfum átt í erfiðleikum með að finna varanlega barnfóstru til að líta eftir börnunum okkar. Þau búa í „dásamlegri, rúmgóðri og sögulegri íbúð“ sem býður upp á mikið útsýni. Það hefur þó ekki verið nóg til að halda fyrrum barnfóstrum í starfi. Það gæti því verið eitthvað við húsið sem fælir fólk frá.

Auglýsing

nanny-ad

„Við höfum búið í húsinu í 10 ár. Okkur var sagt að það væri reimt þegar við keyptum það en við ákváðum að hafa opinn hug gagnvart því og keyptum það. Fimm barnfóstrur hafa sagt up starfi sínu á síðastliðnum ári og hafa þær sagt að um reimleika í húsinu væri að ræða, s.s. skrýtin hljóð, gler hafi brotnað og húsgögn færst til. Þetta hefur valdið börnunum umróti og við höfum sjálf ekki orðið vör við þessa yfirnáttúrulegu stundir en þær virðast gerast þegar við erum ekki heima. Vð borgum laun ofar taxta og við viljum finna réttu manneskjuna í þetta starf.“

Auglýsing

Býður fjölskyldan sem samsvarar 6,5 milljónum ISk á ári + 28 daga í frí. Barnfóstran fær sitt eigið herbergi með baðherbergi og eigið eldhús. Þetta hljómar afskaplega vel….fyrir utan þetta yfirnáttúrulega!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!