KVENNABLAÐIÐ

Michelle Carter sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsvígs

Í gær féll óvenjulegur dómur í Massachusettsríki í Bandaríkjunum en þar var hin tvítuga Michelle Carter fundin sek um manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til sjálfsvígs. Málið er allt hið furðulegasta en talið er sannað að Michelle hafi hvatt kærastann, Conrad Roy III, þá 18 ára, til að fremja sjálfsvíg með sms-skeytum og símtölum árið 2014. Michelle var 17 ára þegar atburðurinn átti sér stað og er þessvegna dæmd sem unglingur, ekki fullorðin.

Michelle og Conrad
Michelle og Conrad

Bæði fjölskylda Michelle og Conrads grétu þegar dómur var upp kveðinn, en Michelle gæti fengið allt að 20 ára fangelsi.

Auglýsing

Er málið fordæmisgefandi þar sem ekki hefur fallið dómur á þennan hátt áður – þ.e. að einhver orð (sms-skeyti í þessu tilfelli) geti haft þau áhrif að önnur manneskja stytti sér aldur. Þrátt fyrir að dómarinn segði að Michelle væri ekki einungis ábyrg fyrir sjálfsvígi Conrads sagði hann að hegðun hennar hefði verið „ábyrgðarlaus“ en hún átti stóran þátt í að Conrad tók líf sitt með því að leiða slöngu með kolsýrlingi inn í bíl sinn á bílastæði við Kmart í Fairhaven, Massachusetts.

Þegar bíll Conrads fylltist eitruðu lofti fór hann út og hringdi í Michelle sem sagði honum að fara aftur inn. Hún hringdi ekki í foreldra hans eða lögregluna. Samkvæmt saksóknara „hlustaði Michelle á Roy í 20 mínútur þar sem hann grét af sársauka, andaði að sér í síðasta sinn og lést svo.“

Í réttarhöldunum var fjallað um hina „innri djöfla“ Michelle og Conrads, þar á meðal þunglyndi hans og sjálfvígshugsanir og átröskunina hennar. Sýna skilaboðin sem þeim fór á milli að Michelle hvatti Conrad óspart til að uppfylla þrá hans til að deyja. Nokkrum vikum fyrir dauða hans segir hún: „Það er kominn tími til að þú framkvæmir þetta…þegar þú kemur heim frá ströndinni þarftu að gera það. Þú ert tilbúinn.“ Hann svarar: „Ok, ég geri það…ekki frekari hugsanir.“

miche2

Auglýsing

Þá svaraði Michelle: „Já, ekki hugsa þetta frekar. Þú þarft bara að gera það.“ Í öðrum skilaboðum segir Michelle að hún muni líta út eins og fífl ef hann myndi ekki drepa sig því hún hafi verið að segja fólki að hann væri í sjálfsvígshættu. Þegar áætlanir Conrads fóru að taka á sig frekari mynd fór Michelle að lýsa því ítarlega hvernig hann ætti að fara að því að fremja sjálfsvígið: „Leggðu bílnum og sittu þar, þetta mun taka um 20 mínútur.“

Mál þetta er talið eitt hið fyrsta þar sem dæmt er fyrir einelti á netinu (e. cyberbullying) þar sem sms-skeyti frá einum til annars geta haft ómældar afleiðingar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!