KVENNABLAÐIÐ

Tengdaforeldrar fundu mann undir rúmi tengdadótturinnar: Myndband

Kona sem stóð í framhjáhaldi fékk heldur betur fyrir ferðina þar sem myndband af henni sem tengdaforeldrarnir tóku hefur farið á flug á netinu. Atvikið gerðist í Kólumbíu. Konan sem heitir Mayra lenti í fyrirsát tengdaforeldranna sem tóku allt upp á myndband. Þar má sjá þá banka upp á og taugaóstyrk hleypir hún þeim inn og spyr: „Af hverju hringduð þið ekki í mig? Af hverju viljið þið koma inn núna?“

Auglýsing

Fara þau að leita í íbúðinni og tengdamamman fer úr herbergi í herbergi og spyr: „Hvar geymirðu hann?“ Þegar hún kemur í svefnherbergið kíkir hún undir rúmið og finnur hann.

Auglýsing

Uppi varð fótur og fit eins og sjá má! Í lok myndbandsins segir tengdamamman við Mayru: „Sonur minn á þetta ekki skilið. Farðu með honum, farðu út úr húsinu.“