KVENNABLAÐIÐ

Faðir í ofþyngd kemur Ellen á óvart: Myndband

Þegar hann var 28 ára gamall var hann rúm 270 kíló og átti ársgamlan son. Pasquale „Fat Pat” Brocco var með lífshættulega háan blóðþrýsting og kólesterólið var einnig allt of hátt. Læknir sem hann leitaði til sagði honum að ef hann breytti ekki um lífsstíl myndi hann deyja. Pat vissi að hann þyrfti að hlusta á lækninn til að sjá son sinn vaxa úr grasi.

Hann tók af sér selfie í speglinum og fór að hugsa hvað hann gæti gert.

Auglýsing

Þar sem Pat var of stór til að nota flest æfingatæki í líkamsræktarsal ákvað hann að í hvert skipti sem hann væri svangur skyldi hann labba út í Walmart og til baka – og var það um 10 kílómetrar fram og til baka. Þannig liðu árin…Pat gekk á hverjum degi í Walmart og árangurinn lét ekki á sér standa: Hann var orðinn óþekkjanlegur frá manninum sem hann hafði verið áður.

Spjallþáttastjórnandinn Ellen var heilluð af sögu Pat og hún bauð honum í þáttinn…sjáðu þessa ótrúlegu breytingu!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!