KVENNABLAÐIÐ

Hvernig á að tala um hryðjuverkaárásir við börnin

Allir foreldrar vildu óska þess að ekki þyrfti að ræða þessi mál við börnin, en því miður það er virkilega nauðsynlegt. Eftir tvær hörmulegar hryðjuverkaárásir í Bretlandi að undanförnu er engin undankomuleið fyrir foreldra að ræða þessi mál við börnin sín. Í stað þess að reyna að verja þau fyrir hvað er að gerast í heiminum hvetja samtökin Winston’s Wish, sem eru góðgerðasamtök fyrir börn sem hafa misst ástvini, foreldra og forráðamenn til samræðna og að upplýsa þau um hvað er að gerast. Hvetja þau til þess að börn spyrji foreldra sína sem mest – því þau treysta foreldrunum – í stað þess að heyra fréttirnar frá einhverjum öðrum.

Auglýsing

Upplýsingar á síðu Winstons Wish eru margvíslegar og hvetjum við fólk til að kynna sér þær. Þó við búum á Íslandi er alheimssamfélagið orðið svo náið vegna internetsins og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

Best er að tala við börnin á máli sem þau skilja, fyrir þeirra aldur. Notið orð sem eru heiðarleg og gegnsæ, eitthvað sem er auðvelt fyrir þau að skilja. Til dæmis: „Allar þessar fréttir eru vegna þess að eitthvað mjög slæmt og sorglegt gerðist í Manchester. Einhver réðist á fólk á tónleikum. Það er mjög sjaldgæft að eitthvað svona gerist. Það er þessvegna sem þetta er í fréttunum og fólk er að tala um þessa hluti. Það er líka mjög leiðinlegt að eitthvað svona geti gerst. Allir sem hafa heyrt fréttirnar eru mjög leiðir og áhyggjufullir.“

Oft vilja börn spyrja spurninga sem foreldrarnir geta illa svarað, eins og til dæmis af hverju hryðjuverk eiga sér stað. Winston’s Wish leggur til að foreldrar séu einfaldlega heiðarlegir: „Það getur enginn vitað af hverju svona gerist. Þetta var ekki slys. Það er mjög erfitt að skilja af hverju sumir eru svona vondir og vilja drepa annað fólk.“

Auglýsing

Börn eru einnig líkleg til að spyrja: „Hvað myndi gerast fyrir mig ef þú myndir deyja?“ eða þau láta í ljós áhyggjur fyrir að slíkt geti gerst aftur. Þar sem ómögulegt er um slíkt að spá ráðleggur stofnunin foreldrum að vera ákveðin: „Lögreglan reynir að gera allt til að svona geti ekki gerst hérna hjá okkur. Það er mjög, mjög ólíklegt að eitthvað svona komi fyrir einhvern sem við þekkjum. Þú ert örugg/ur hjá okkur.“

Eins og áður sagði, bendum við á heimasíðu Winston’s Wish.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!