KVENNABLAÐIÐ

Ariana Grande, Justin Bieber og Katy Perry halda tónleika í Manchester

Justin Bieber, Coldplay og Katy Perry eru meðal þeirra stjarna sem ætla að halda tónleika með Ariönu Grande í góðgerðarskyni fyrir fórnarlömb hryðjuverkaárásinnar. Tónleikarnir verða haldnir innan tveggja vikna frá árásinni og munu kallast One Love Manchester. 22 létust og enn fleiri slösuðust þegar Salman Abedi sprengdi sig í loft upp eftir tónleika Ariönu í Manchester Arena.

Auglýsing

Tónleikarnir fara fram á krikketvelli Old Trafford næstkomandi sunnudag. Þeir sem voru á tónleikum Ariönu munu fá frítt inn. Aðrir sem koma fram eru Take That, Niall Horan, Miley Cyrus, Usher og Pharrell. Tónleikavettvangurinn mun taka 50.000 manns og fer allur ágóði til neyðarsjóðs We Love Manchester.

Auglýsing

Ariana Grande hætti við tónleikaferðalag sitt í kjölfar árásarinnar en lofaði að koma aftur og spila í Manchester: „Ég vil ekki að árið líði og ég hafi ekki haft tækifæri að sjá og halda og lyfta upp aðdáendum mínum. Ég mun koma aftur til hinnar ótrúlega hugrökku borgar Manchester og eyða tíma með aðdáendum mínum og halda tónleika og afla fjár fyrir fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra.“

Heimild: BBC

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!