KVENNABLAÐIÐ

Heimilislaus maður sem svaf nálægt Manchester Arena hjálpaði fórnarlömbum

„Ég hjálpaði til við að draga nagla úr handleggjum barna og andliti ungrar stúlku,“ segir Steve, heimilislaus maður sem var nálægt hryðjuverkaárásinni í gær sem átti sér stað hjá Manchester Arena, Bretlandi, þar sem tónleikar Ariana Grande fóru fram.

Auglýsing

„Þó ég sé heimilislaus þýðir það ekki að ég sé hjartalaus og ómennskur,“ segir Steve sem fór í viðtal hjá ITV News. „Það er bara eðlisávísun að fara og hjálpa ef einhver þarf á hjálp þinni að halda, og það voru börn þarna, það voru mörg blæðandi börn sem öskruðu og grétu,“ segir hann.

Auglýsing

Viðtalinu sem var póstað á Twitter hefur nú farið sem eldur í sinu um netið, enda um fallegan (og kannski fágætan) náungakærleika að ræða.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!