KVENNABLAÐIÐ

Klappstýrur útlendingahaturs og ofbeldis

Hans Jónsson skrifar: Undanfarina daga hafa verið umræður um allt íslenskt internet um það hvernig lögregla tók á litlum hópi hælisleitenda sem voru með mótmæli.

Í þessum umræðum hafa komið hundruðir kommenta þar sem fólk keppist við að dásama og hrósa lögreglu fyrir hörkuna og sýna mótmælendum lítilsvirðingu.


Þetta pakk
Svíþjóð
Evrópa

Þessar klappstýrur útlendingahatursins hafa haft sig í frammi án nokkurs hiks né feimni.
Þau tala af stolti og af vissu um hve mikilvægt það er fyrir „okkur“ að verjast „þeim.“

Auglýsing

Ef þú hefur tekið þátt í þessum ósóma þá ætla ég að vona að þú hafir vaknað örlítið til vits eftir fréttafluttning næturinnar og morgunsins, eins kaldlynt og það kann að hljóma.

Það er þessi orðræða, nákvæmlega þessi rök, sem að voru meigin uppistaðan í manifestói fjöldamorðingja og hryðjuverkamanns sem myrti og særði fullt af friðsömu fólki sem sat við bæn.

Auglýsing
Það er þessi orðræða, þessi hegðun, sem gerði það að verkum að Íslendingar voru tilbúnir að koma fram, undir nafni, á almannafæri, og hrósa hryðjuverkamanninum, fjöldamorðingjanum, fyrir vel unnið verk.

Þið, JÁ LÍKA ÞÚ, sem hafið tekið þátt í að skapa umhverfi þar sem að það þykir ásættanlegt að tala um hælisleitendur á þessum nótum, sem hafið tekið þátt í að ala á ótta gagnvart útlendingum, sem hafið tekið þátt í að dreifa fordómum og fáfræði,… ÞIÐ KLAPPSTÝRUR ÚTLENDINGAHATURSINS.. öll ykkar með tölu… þið eruð hluti af ástæðunni.

Orðum fylgir ábyrgð.
Ef þú sáir hatri og ótta þá er uppskeran ofbeldi.
Og þú berð hluta ábyrgðarinnar.

Þú getur samt hætt.
Þú getur gert betur en þetta.

En héðan af, ef þetta er ekki nóg…. ef fjöldamorð… ef hryðjuverk sem framin eru með tilvísunum í nákvæmlega sömu orð og þú hefur látið falla, þá vil ég hér með segja að þú ert að mínu mati nákvæmlega það sem að er að í okkar veröld.
Þú ert klappstýra haturs og ofbeldis.
Og þú ert drullusokkur af verstu gerð.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!