KVENNABLAÐIÐ

Chris Cornell látinn, 52 ára að aldri

Fyrrum söngvari Soundgarden er látinn. Í yfirlýsingu segir að Chris Cornell hafi látist miðvikudagskvöld í Detroit, Bandaríkjunum. Talsmaður hans, Brian Bumbery segir að dauði hans sé „skyndilegur og óvæntur“ og eiginkona Chris og fjölskylda séu í áfalli. Fjölskyldan mun vinna náið með læknum sem ákvarða dánarorsök og báðu þau um frið til þess.

cccc
Chris með dætrum sínum
Auglýsing

Chris var starfandi sem tónlistarmaður allt til enda. Hafði hann komið fram á tónleikum nokkrum klukkutímum áður. Hann var í miðju tónleikaferðalagi um Bandaríkin og átti eftir að halda sex tónleika.

Hann sást opinberlega fyrir um mánuði síðan með dætrum sínum á forsýningu The Promise í New York. Hann hafði samið titillagið sem einnig var nefnt The Promise, en Christian Bale leikur aðalhlutverkið.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!