KVENNABLAÐIÐ

Kassadama lögð í einelti vegna þess hvernig hún málar sig

Hún svaraði samt fyrir sig á frábæran hátt! Kerry Whittaker skrifaði færslu á Facebook eftir að hafa orðið fyrir áreiti í vinnunni vegna þess hvernig hún kýs að farða sig. Hún vinnur sem kassadama hjá stórmarkaðnum Asda þegar hún heyrði í konu ásamt dóttur sinni hlæja að andlitinu hennar. Kerry var ekki að áreita þær á neinn hátt og spurði einfaldlega: Af hverju eru konur svona andstyggilegar?

Auglýsing

Kerry sagði:

Þær voru flissandi og sögðu hvor við aðra: „Hefurðu séð ástandið á þessari? Hver mætir í vinnuna svona útlítandi? Hver heldur hún eiginlega að hún sé?“

Kerry, sem elskar förðun og að farða sig, birtir afraksturinn á Instagram og sýnir hvernig hún mætir í vinnuna – og öll förðunin er þematengd. Hún er óhrædd við að prófa liti, glimmer og fleira og er hún greinilega afar fær með burstann!

Af Instagramsíðu Kerry
Af Instagramsíðu Kerry

Hún segir svo: „Það er svo sorglegt í heimi sem annars er svo jákvæður gagnvart ýmsu að enn sé fólk svo ósmekklegt að gera grín að einhverjum í vinnunni, bara útlitsins vegna.“

Svo svaraði hún á þrjá vegu: „Í fyrsta lagi: Af hverju finnst þér þetta í lagi? Er ég að meiða einhvern? Myndirðu segja þetta við stúlku sem hefði alvarlegt húðvandamál? Ég held ekki.

eilet3

„Í öðru lagi – af hverju ert þú [mamman] að sýna dóttur þinni svo slæmt fordæmi með því að hlæja með henni? Þú ættir að fagna konum í stað þess að rífa þær niður. Í samfélaginu sem við búum í er það síðasta sem við þurfum fólk sem dæmir annað fólk eftir útlitinu.“

Svo það besta: „Í þriðja lagi, þegar þú getur sett á þig svo sjúklegan eyeliner eins og ég láttu mig vita!“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!