KVENNABLAÐIÐ

Paris Jackson varar við þáttunum 13 Reasons Why

Mikill styr stendur um þáttaseríu Netflix, 13 Reasons Why. Þeir sem vinna við geðheilbrigðismál hafa hvatt unglinga til að horfa ekki á þættina, en meðframleiðandi þáttanna er söng- og leikkonan Selena Gomez. Þeir sem vita ekki um hvað þættirnir snúast fjalla þeir um sjálfsvíg 17 ára stúlku.

Auglýsing

Paris Jackson hefur nú bæst í hóp þeirra sem vara við þáttunum, sérstaklega fyrir ungt fólk, en hún reyndi sjálf að taka sitt eigið líf árið 2013. Segir hún þættina vera „hvetjandi fyrir unglinga sem eru á slæmum stað.“ Í Instagrampósti segir Paris að einhver sem sé að hugsa um sjálfsvíg sé þátturinn ofboðslega hvetjandi. Segir hún: „Vinsamlega horfið á þættina með varúð og munið að þeir geta komið ykkur á slæman stað. Ef þið eruð í baráttu, ekki horfa. Ef þið haldið að þið getið höndlað þá, þá endilega tékkið á þeim.“

13 paris

National Association of School Psychologists (Samtök skólasálfræðinga) hafa líka látið málið sig varða: „Við mælum ekki með að viðkvæm ungmenni, sérstaklega þau sem hafa hugsað um sjálfsvíg, horfi ekki á þættina.“

Auglýsing

came across this online and i’m not sure what the source is but this is really important to spread towards people that are struggling with depression or anxiety, self-harm, and or suicidal thoughts. this show was an amazing way to get the message across to bullies that they need to stop doing what they are doing, it really did a good job of showing how impactful words and actions can be to other human beings. you can’t just do or say things to people without thinking about how it will affect them. but at the same time it is also an extremely triggering thing to watch. please only watch this show with caution and keep in mind that it may put you in a dark place. if you are struggling please don’t watch it. if you think you can handle it, please by all means check it out.

A post shared by Paris-Michael K. Jackson (@parisjackson) on

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!