KVENNABLAÐIÐ

Nú er hægt að kaupa „gallabuxur“ úr glæru plasti

Þetta er verra en þú getur ímyndað þér: Fataverslunin Topshop er nú að selja buxur úr 100% plasti. „Hugsaðu út fyrir kassann með þessum glæru plastbuxum – bókað að fólk fer að tala,“ segir í texta við buxurnar á myndinni. Meinar fyrirtækið að hægt sé að vera í þeim við bikini eða við bol, og hafa viðskiptavinir ekki veigrað sér við að segja sína skoðun á samfélagsmiðlum:

Auglýsing

„@Topshop I’m usually a massive fan but you have officially lost the plot, what on earth are these?! #topshop #plasticjeans #wtf #lateaprilfools?!“ skrifar einn við mynd af plastbuxunum og gæti það útlagst á þann hátt að hann hafi verið aðdáandi en að Topshop sé búið að missa það, og annar bendir á hið augljósa: „Þessar buxur gefa manni sveittan rass!“

plast1

Auglýsing

Einnig hefur fólk bent á að allt þetta sé Kardashian systrunum að kenna, því Kim og Kylie hafa báðar klæðst glærum skóm á almannafæri sem Kanye West hannaði.

plast topsh

Ekki hefur þessi tíska farið á flug…og við skiljum vel af hverju!