KVENNABLAÐIÐ

Stórmarkaðir í Asíu nú farnir að nota bananalauf í stað plastpoka

Þetta er skref í rétt átt! Stórmarkaðir í Víetnam og Tælandi berjast nú gegn einnota notkun plastsins með því að pakka öllum matvælum inn í bananalauf.

Auglýsing

Við verðum að grípa inní. Plastið er að kæfa heiminn. Hvali skolar upp á strendur fullir af plasti og sjórinn er mengaðari en nokkru sinni fyrr. Og ef þú hefur ekki hugsað út í það…á eru oft matvæli úr sjónum á matardisknum okkar.

ban

Við ættum auðvitað að hætta að nota plast nú þegar, jafnvel þó það spili ekki svo veigamikinn þátt í umhverfinu miðað við margt annað.

Auglýsing

Við höfum ekki bananalauf líkt og í Asíu en eitthvað hlýtur að vera að gert í þessum málum.

Samkvæmt talsmanni Lotte Market í Ho Chi Minh borg, eru þau að gera tilraun með þetta, en ef vel gengur vilja þau innleiða bananalaufin um allt land og vonast til að geta pakkað kjöti jafnt sem grænmeti.

Víetnam er nú þegar í fjórða sæti yfir þau lönd sem menga hvað mest með plasti.

veil

Margir eru að hugsa um svipaða hluti. Big C súpermarkaðurinn er að nota niðurbrjótanlega poka úr korni. Önnur lönd fylgja í kjölfarið s.s. Suður-Kórea – sem hefur bannað einnota plastpoka og pakkningar.

Stærsta breytingin er samt í Kína sem hefur bannað einnota plastpoka síðan 2008. Þeir nota því nú 66% sjaldnar plastpoka og meira en 40 milljón plastpoka lenda síður í sjónum.