KVENNABLAÐIÐ

Elton John aflýsir öllum tónleikum vegna veikinda

Söngvarinn heimsþekkti, Elton John, er nú að berjast við illvíg veikindi og hefur af þeim sökum aflýst öllum tónleikum í Las Vegas í apríl og maí. Þarf hann að einbeita sér að því að ná heilsu en hann er með lífshættulega bakteríusýkingu.

Í fréttatilkynningu frá umboðsmanni hans segir: „Á nýlegu tónleikaferðalagi Eltons um Suður-Ameríku fékk hann óvenjulega og skaðlega bakteríusýkingu. Á ferðalaginu heim frá Santiago í Chile varð hann afar veikur. Þegar hann kom aftur heim til Bretlands var hann lagður inn á sjúkrahús til að vinna á sýkingunni. Eftir að hafa dvalist á spítalanum í tvo daga var ljóst að hann þyrfti að vera lengur. Hann útskrifaðist þann 22. apríl og er nú heima við að hvíla sig samkvæmt læknisráði. Þessi tegund sýkingar er sjaldgæf og hugsanlega banvæn.“

Auglýsing

Búist er við að söngvarinn nái fullum bata en hann er sjötugur að aldri. Er hugsað vel um hann heima af eigimanni sínum, David Furnish og sonunum tveimur, Zachary, 6, og Elijah, 4.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!