KVENNABLAÐIÐ

Látinn drengur vaknar aftur upp til lífsins á leið í eigin jarðarför

17 ára táningsdreng var flýtt á spítala eftir að hafa vaknað upp á leið í eigin jarðarför. Talið var að hann hefði látist af völdum hundsbits og fengið alvarlega sýkingu. Kumar Marewad var bitinn af hundi í þorpi sínu á Indlandi fyrr á árinu. Sýking settist í sárið og var hann settur í öndunarvél. Breiddist hún út um allan líkamann og læknarnir sögðu enga von fyrir drenginn.

Þegar Kumar var tekinn úr öndunarvélinni var hann tekinn heim. Hann hvorki hreyfði sig né andaði og fjölskyldan gerði ráð fyrir að hann væri látinn. Þau kvöddu drenginn og fóru að undirbúa útförina. Á leiðinni þangað, eins og áður sagði, fór Kumar að hreyfa sig í bílnum, samkvæmt Times of India. Þá var brunað með á spítalann og hann tengdur öndunarvélinni á ný. Kenningar eru á lofti að Kumar hafi haft mikið af deyfilyfjum í líkamanum vegna öndunarvélarinnar sem hafi hamlað honum að hreyfa sig. Þegar lyfin runnu úr honum gat hann farið að hreyfa sig á ný og „vaknað frá dauðum.“

Kumar er nú á spítalanum og er enn í meðferð vegna sýkingarinnar sem enn er talin alvarleg.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!