KVENNABLAÐIÐ

Sofia Vergara sökuð um að gera líf fyrrverandi eiginmanns „að helvíti“

Nick Loeb, fyrrverandi eiginmaður leikkonunnar Sofia Vergara segir að hún ofsæki sig enn – nærri þremur árum eftir að þau hættu saman. Samkvæmt gulu pressunni er Sofia enn í baráttu vegna frosinna eggja sem þau létu frysta í sameiningu. Kemur þeim ekki saman um hvað verða skuli um þau þar sem þau eru skilin. Nýlega lét Nick hafa eftir sér að Sofia sé virkilega „pirrandi“ og sé „að ofsækja hann“ vegna þessa.

Auglýsing

Nick hefur nú hafið lögsókn á hendur Modern Family stjörnunni vegna eggjanna sem þau frystu árið 2013. Nick hefur áhuga á að láta staðgöngumóður ganga með börnin og ala börnin upp sjálfur. Segist hann hafa sterkar tilfinningar gagnvart eggjunum og hefur nefnt þau Emmu og Isabellu. Sofia brást reið við og benti á samning sem segir að það þurfi samþykki beggja foreldra til að nota fósturvísana. Lögfræðingur Nicks segir að það sé enginn samningur og hún leggi umbjóðanda sinn í einelti. Vill Nick að máli hennar verði vísað frá.

Sofia og Joe
Sofia og Joe
Auglýsing

Sofia er í nýju hjónabandi en hún gekk að eiga leikarann Joe Manganiello. Þau eiga von á barni en staðgöngumóðir gengur með barnið fyrir þau – hún er ófrísk og á að eiga von bráðar í Kaliforníu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!