KVENNABLAÐIÐ

Áður en þú kvartar yfir lífi þínu í dag…

Erum við ekki stundum að kvarta yfir hlutum sem skipta kannski ekki máli? Þurfum við ekki stundum að doka við og hugsa áður um hvað við höfum það í rauninni gott? Ég kvarta sjálf yfir hlutum eins og draslinu heima hjá mér og fleiru..en þú? Ég held að þetta sé góð lesning fyrir okkur öll.

 

Áður en þú kvartar yfir lífi þínu í dag – hugsaðu um einhvern sem fór of snemma yfir móðuna miklu.

Áður en þú kvartar yfir börnunum þínum – hugsaðu um þá sem þrá börn en geta ekki eignast þau.

Áður en þú rífst út af óhreinindum eða drasli heima hjá þér – hugsaðu um þá sem hafa hvergi höfði sínu að halla.

Áður en þú kvartar yfir vegalengd sem þú þarft að keyra – hugsaðu um þá sem þurfa að ganga sömu leið.

Áður en þú kvartar yfir vinnunni þinni og hversu þreytt/ur þú sért – hugsaðu um þá atvinnulausu, fötluðu og þá sem vildu óska að þeir hefðu vinnuna sem þú ert í.

Áður en þú kvartar yfir bragðinu á matnum – hugsaðu um þá sem svelta.

Áður en þú kvartar yfir manninum þínum eða konunni – hugsaðu um þá sem gráta af því þeir eru einir.

Áður en þú bendir á einhvern og dæmir hann eða kennir öðrum um – mundu þá að ekkert okkar er óskeikult og við gerum öll mistök.

Þegar daprar og erfiðar hugsanir sækja á þig – reyndu að brosa og þakkaðu Guði fyrir að vera á lífi.

Lífið er gjöf – lifðu því, njóttu þess, fagnaðu því!

(Höf. ókunnugur)

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!