KVENNABLAÐIÐ

Líkamsleifar sex ára stúlku finnast eftir fimm ára leit

Hún hefur verið kölluð „hin bandaríska Madeleine McCann“ en hún hvarf á svipaðan hátt og Madeleine á sínum tíma. Isabel Celis hvarf árið 2012 frá Tucson, Arizonaríki í Bandaríkjunum, frá svefnherbergi sínu. Sást hún síðast klukkan 23 á föstudagskvöld en faðir hennar hringdi í lögregluna þegar hún var ekki í herberginu sínu morguninn eftir.

6 ára 4

Auglýsing

Eftir fimm ára leit hafði lögreglan ekki haft neinar raunverulegar upplýsingar fyrr en í gærkvöld, þar sem lögreglustjórinn Chris Magnus lýsti því yfir að fundist hefðu líkamsleifar á yfirgefanu svæði sem komu heim og saman við DNA Isabel. Vildi hann ekki gefa upp hvernig lögreglunni bárust upplýsingar um þennan tiltekna stað, en sagði það ekki vera tilviljun. Engar handtökur hafa verið gerðar og ekki hefur verið upplýst um hvort einhver sé grunaður um morðið.

Foreldrar Isabel
Foreldrar Isabel

Þegar Isabel hvarf fyrst sagði lögreglan að eitthvað grunsamlegt hefði verið varðandi heimili fjölskyldunnar. Sagt var að glugginn á herbergi Isabel hefði verið þvingaður opinn. Nágranni sagðist hafa heyrt karlmannsraddir og hund gelta um klukkan 6:30 þennan sama morgun.

6 ara5

Fjölskylda Isabel sendu frá sér fréttatilkynningu sem sagði: „Við viljum þakka samfélaginu fyrir þann stuðning sem það hefur sýnt okkur í gegnum árin og hafa neitað að gefa upp vonina. Nú er tími til að syrgja. Við biðjum um frið til þess.“

 
Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!