KVENNABLAÐIÐ

Minnsti kastali Bretlands til sölu

Hefur þig ekki alltaf langað að búa í kastala? Minnsti kastali Bretlands hefur nú verið settur á sölu og kostar jafn mikið og lítil íbúð í London, eða á tæpar 80 milljónir íslenskar. Eitt svefnherbergi er í kastalanum en hann virkar afar notalegur. Kallast hann „Molly’s Lodge“ og var hannaður af breska arkitektinum Edward Blore í kringum árið 1830.

Þetta er alger draumur!
Þetta er alger draumur!

Edward þessi var framkvæmdastjóri stækkunar Buckinghamhallar fyrir Viktoríu drottningu.

Auglýsing
Stiginn leiðir þig upp í turninn þar sem þú getur horft yfir lóðina
Stiginn leiðir þig upp í turninn þar sem þú getur horft yfir lóðina

Er þessi kastali staðsettur í Long Compton í Warwickshire, og er umvafinn skógi. Fyrir utan svefnherbergið er dásamleg stofa með arni í viktoríustíl. Eitt baðherbergi er í kastalanum ásamt tvöföldum bílskúr og geymslu sem nú er notuð sem skrifstofa. Löng innkeyrsla er að húsinu sem hefur risastóra eikarhurð. Í garðinum er pollur, grænmetisgarður og hænsnahús.

 Heimild: Telegraph

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!