KVENNABLAÐIÐ

Móðir og dóttir deyja með hálftíma millibili í sitt hvoru bílslysinu

Óhugnaleg slys mæðgna hafa skekið Bandaríkin á dögunum en kona og ung dóttir hennar létust með hálftíma millibili í Alabama í vikunni. Dánardómstjóri sagðist aldrei hafa séð annað eins, en fórnarlömbin voru Julie Yates Patterson, 39 ára og átta ára dóttir hennar Elizabeth “Libby” Patterson. Áttu slysin sér stað með um 11 kílómetra millibili.

Julie fór á öfugan vegarhelming og lenti framan á öðrum bíl en dóttir hennar var að fara yfir götu þegar keyrt var yfir hana. Gerðust slysin nálægt heimili þeirra á Alabama State Route 117, hjá Valley Head sem er lítill bær.

Libby hafði nýlega fagnað átta ára afmæli sínu. Hún var nýfarin úr skólarútunni nálægt heimili sínu þegar keyrt var á hana og hún lést.

Í slysi móðurinnar slösuðust tveir aðrir einstaklingar. Ökumaðurinn sem olli slysinu er ómeiddur.

Samfélagið er í sárum vegna slysanna, enda um ótrúlega sorglega tilviljun að ræða: „Þetta er ótrúlegt, ég held ég hafi aldrei séð annað eins,“ segir dánardómstjórinn.

Hafin var söfnun fyrir jarðarför mæðgnanna á Gofundme.com og hafa nú safnast yfir 2000 dollar: „Allt fer í jarðarförina og svo það sem eftir er fer til syrgjandi fjölskyldu mæðgnanna.“

 

 

WMC Action News 5 – Memphis, Tennessee

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!