KVENNABLAÐIÐ

94 ára og hefur unnið á McDonalds í 44 ár: Er ekki að fara á eftirlaun!

Yndisleg og afar vinsæll starfskraftur! Loraine Maurer er 94 ára gömul og hefur unnið í hvorki meira né minna en 44 ár á veitingastaðnum McDonalds. Hún borðar alltaf matinn sem búinn er til á staðnum á hverri einustu vakt og er við afar góða heilsu. Hún hefur unnið á ýmsum stöðum í Indiana, Bandaríkjunum frá árinu 1973. Hún er afar vinsæl meðal viðskiptavina og á sína föstu kúnna. Kúnnarnir og samstarfsfólk elska hana og bjóðast oft til að sækja hana og skutla henni í vinnuna.

Auglýsing

94 2

Loraine segir í viðtali við People að hún viti allt um líf viðskiptavina sinna: „Ég veit hvað er í gangi hjá þeim, ég þekki sum barnanna þeirra. Sumir biðja mig að biðja fyrir sér og ég geri það.“

Auglýsing

Eigendur staðarins þar sem Loraine vinnur segja: „Eftir öll þessi ár er hún með sömu indælu þjónustulundina og brosir til allra. Fólk kemur hvaðanæva að til að fá afgreiðslu frá henni og hlakka til að hitta hana.“

943

Uppáhald Loraine á McDonalds er fiskisamlokan en hún segist borða allt og líka við allt á matseðlinum: „Í morgun fékk ég mér bláberjamuffins, tvö steikt egg og kaffibolla.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!