KVENNABLAÐIÐ

Ný heimildarmynd Netflix um morðið á JonBenét Ramsey

Í gegnum árin hafa margir heimildarþættir og -myndir verið gerðir um morðið á hinni sex ára fegurðardrottningu JonBénet Ramsey sem framið var árið 1996. Þessi margverðlaunaða heimildarmynd Netflix þykir þó slá öllum öðrum við.

Í stað þess að nýta rannsakendur og aðra sem komu að glæpnum fór leikstýran Kitty Green aðra leið og valdi leikendur frá Boulder, Colorado þar sem Ramsey fjölskyldan bjó. Samkvæmt The Hollywood Reporter „eiga leikendur í ráðningarferlinu að koma með sína sýn á hvað gerðist og útskýra hvernig morðið hefur enn áhrif á þá eftir meira en tvo áratugi.

Þykir þetta einstök nálgun heimildarmyndar og þegar þú ert búin/n að sjá stikluna hér að neðan skilurðu um hvað málið snýst.

Casting JonBenét mun verða frumsýnd á Netflix þann 28. apríl næstkomandi.