KVENNABLAÐIÐ

Tiger Woods skammast sín fyrir framhjáhaldið

Það eru átta ár síðan upp komst um framhjáhald golfsnillingsins Tiger Woods gagnvart þáverandi eiginkonu sinni Elin Nordegren. Hann átti í kynlífssambandi við að minnsta kosti 10 konur og eftir að upp komst fór hann í meðferð við kynlífsfíkn. Í nýrri bók játar hann þó að hann sé einkar sakbitinn vegna sinnar slæmu hegðunar: „Elin og ég voru mjög ástfangin árið 2004 þegar við gengum í hjónaband. En ég sveik hana,“ segir hann. „Óheiðarleiki minn og sjálfselska ollu henni óendanlegum sársauka.“

Auglýsing

Þrátt fyrir að hjónin reyndu að laga skaðann skildu þau skömmu seinna, árið 2009. Tiger er 41 árs og Elin 37.

„Ég mun sjá eftir þessu alla ævi,“ segir Tiger.

Nú átta árum seinna segir hann þó að þau séu bestu vinir: „Við Elin höfum velferð drengjanna okkar í huga og við höfum orðið bestu vinir þar sem við eigum sama markmið,“ en þau eiga Sam 9 ára og Charlie, 8 ára.

Einnig hugsar Tiger um hvernig elskaður faðir hans, Earl, sem dó árið 2006 hefði brugðist við framhjáhaldinu og partýstandinu: „Hann hefði orðið mjög vonsvikinn hvaða leið ég valdi í lífinu,“ segir Tiger.

Tiger átti í tveggja ára sambandi við Ólympíukeppanda á skíðum, Lindsey Vonn en þau skildu árið 2015. Nú er hann að hitta stílistann Kristin Smith.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!