KVENNABLAÐIÐ

Kærasti Heather Locklear heldur framhjá henni

Leikkonan Heather Locklear sem margir muna eflaust eftir úr þáttunum Melrose Place, Dynasty og fleiri þáttum er nú komin með nýjan kærasta, Chris Heisser. Hann er þó ekki allur þar sem hann er séður og mætti kannski kalla hann „bad boy“ þar sem hann á ótal kærur yfir höfði sér og hefur verið að halda framhjá henni með annarri konu. Heather fór í meðferð vegna áfengis-og eiturlyfjafíknar síðustu jól og hefur haldið sig á beinu brautinni síðan.

Chris er æskuást Heather og hefur því miður verið að hitta aðra konu í heilt ár á meðan hún taldi að þau væru í sambandi. Konan heitir Dawn Willoth og segir fyrrverandi eiginmaður hennar að hún sé í sambandi með Chris: „Þau eru að hittast. Þau hafa verið saman síðan í september eða október (2016). Ég hef hitt þau nokkrum sinnum saman.“

heather in

Segir hann einnig að þau séu í alvarlegu sambandi og hann „vonar að þau gifti sig.“ Dawn hefur ekki farið leynt með sambandið og hefur birt tvær myndir af sér með honum á Facebooksíðu sinni.

„Gaurinn er alger skúrkur,“ segir vinur Heather úr Dynasty þáttunum: „Sumir vina hennar telja að hann eigi eftir að ræna hana.“

Heather og Chris ólust bæði upp í Los Angeles. Árið 2011 var Chris Heisser dæmdur fyrir skjalafals og ýmis afbrot. EInnig var hann dæmdur fyrir að stela kreditkortum og alls kyns viðskipti á gráu svæði. Chris er fjögurra barna faðir.

„Hann flytur ekkert nema slæmar fréttir,“ segir vinurinn við Radaronline. „Hann er ekki góður fyrir Heather.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!