KVENNABLAÐIÐ

Rússneskur milljarðamæringur býr til alvöru Hunger Games raunveruleikaþætti

Game2:Winter er raunveruleikaþáttur á mörkum hins óraunverulega. 30 þátttakendur munu berjast við hvorn annan í villtri náttúru Síberíu sem er stórhættuleg – þar eru t.d. birnir og afar ógnvænleg veðrátta – um vinningsféið sem hljóðar upp á tæpar 200 milljónir ISK. Það kemur þó ekki ókeypis þar sem ALLT er leyfilegt í þáttunum…eins og í Hunger Games kvikmyndunum. Þar með talið „slagsmál, áfengi, morð, nauðganir, reykingar, hvað sem er,“ segir á vefsíðu þeirra.

Auglýsing

Þetta hljómar ótrúlega en dagblaðið Siberian Times hefur nú tilkynnt að þetta muni eiga sér stað í Síberíu og þetta sé ekkert grín.

hung4

Yevgeny Pyatkovsky er milljarðamæringuinn á bak við þættina. Hann er 35 ára frá Novosibirsk í Rússlandi. Hann varð yfir sig heillaður af Lost þáttunum og hafði alltaf augastað á að skapa sinn eigin raunveruleikaþátt. Helst vildi hann að þátturinn yrði tekinn upp í Síberíu með lítilli eða engri utanaðkomandi hjálp. Með nútímatækni er nú hægt að setja um 2000 myndavélar á svæðið og fylgjast með allan sólarhringinn.

Game2: Winter mun sýna 30 manns, 15 konur og 15 karlar sem verða sett á stóra eyju hjá ánni Ob í Síberíu þar sem þau þurfa að komast af í níu mánuði. Sá síðasti sem stendur uppi fær 185 milljónir króna. Þetta er hægara sagt en gert, eins og fólk grunar væntanlega – brúnir birnir lifa á eyjunni og getur hitastigið farið niður fyrir -50°C.

Auglýsing

Þáttakendur geta gert hvaðeina sem þá lystir til að vinna verðlaunin og komast af…þá er verið að tala um bræðralag, morð eða miskaverk hverskonar.

hung3

„Ég er viss um það verða slagsmál,“ segir Yevgeny í viðtali við Siberian Times, „við erum ekki hrædd við neikvætt umtal ef það gerist.“ Þrátt fyrir það tekur þátturinn enga ábyrgð á því sem gerist eða örlögum fólksins og fremji þau t.d. morð verður það tilkynnt lögreglu og höndlað sem sakamál. Allir þurfa að skrifa undir pappíra þess efnis að þeir taki sjálfir ábyrgð á gjörðum sínum og heilsu.

„Við munum ekki bera ábyrgð á neinu sem gerist í þáttunum, hvorki morðum né nauðgunum. Það kemur skýrt fram í skilmálum okkar,“ segir Yevgeny.

Kynferðisleg samskipti verða þó ekki sýnd í beinni útsendingu þar sem myndavélarnar ná ekki um alveg alla eyjuna: „Fólk má draga sig saman og það eru engin höft eða reglur varðandi kynlíf. Ef kona verður ólétt og nær að ganga með barnið er það í góðu lagi okkar vegna.“

Áður en keppendur eru settir á eyjuna fá þau herþjálfun en að komast í gegnum níu mánuði hlýtur að teljast ótrúleg áskorun. Þau koma á eyjuna í júlí á þessu ári og þau þurfa að byggja skýli fyrir veturinn, veiða, rækta grænmeti og matvæli til að eiga fyrir veturinn…allt á meðan barist er við birni og hina þátttakendurnar.

Í byrjun fá keppendur 100 kíló af varningi sem á að hjálpa þeim að komast af. Varningurinn er t.d. föt, matur, verkfæri eins og sög og axir, veiðistangir og reipi. Verður varningurinn í vöruhúsi og ef þú velur rangan varning er það í raun dauðadómur í sjálfu sér.

Eins og í Hunger Games geta keppendur óskað eftir hlutum frá áhorfendum og geta þeir gefið peninga á vefsíðunni þeirra. Varningnum verður svo komið til keppenda með þyrlu. Ekki mega keppendur hafa byssur, en hnífar eru leyfðir.

Teymi verður á staðnum fyrir neyðartilfelli og einnig tvær þyrlur. Það getur samt verið erfitt að komast að keppendum um veturinn og birnir geta hlaupið á allt að 60 km hraða.

Keppendur hafa stöðugt myndavél á sér og eru um 2000 myndavélar á eyjunni og verður sjónvarpað 24/7 alla níu mánuðina og getur fólk um allan heim horft á: „Það verður ekkert eins og þessir þættir,“ segir rússneski milljarðamæringurinn: „Þetta er alvöru og fólk þarf að nota alla þá hugsanlegu hæfileika sem það hefur til að komast af. Þú getur horft á það hvenær sem er!“

Hundruðir hafa nú þegar sótt um og nokkrir hafa verið valdir, s.s. fyrrum hermaður, ævintýrafólk og „atvinnuljóska“ (hvað sem það nú þýðir) en enn er hægt að sækja um. Eina sem þarf er að vera orðinn 18 ára og „við andlega heilsu.“

 

Nokkrir þáttakenda
Nokkrir þáttakenda

 

Facebooksíða þáttanna 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!