KVENNABLAÐIÐ

Leikarinn Ben Affleck í áfengismeðferð

Ben Affleck skrifaði afar hjartnæma færslu á Facebooksíðu sína til að láta aðdáendur vita að hann hefði nýlokið áfengismeðferð. Ben, sem er 44 ára, segist hafa átt við áfengisvanda að stríða áður og muni hafa um ókomna tíð. Í færslunni þakkar hann vinum og fjölskyldu, m.a. barnsmóður sinni Jennifer Garner leikkonu fyrir allan stuðninginn og vill hann að börnin sín viti að engin skömm sé fólgin í því að leita sér hjálpar.

ben af

„Ég vil verða besti faðir sem ég get orðið.“

Auglýsing

Hvetur hann fólk til að taka fyrsta skrefið til að leita sér hjálpar: „Ég er heppinn að hafa ást fjölskyldu minnar og vinar, og barnsmóður minnar Jen sem hefur stutt mig og hugsað um krakkana meðan ég var í þessari vinnu. Þetta var fyrsta skrefið í átt að jákvæðum bata.“

Ben og Jennifer skildu árið 2015 en eiga þrjú börn saman, þau Violet, Samuel og Seraphina Affleck.

Ben fór einnig í meðferð hjá Promises, Malinu árið 2001 vegna sama vanda og sagði af því tilefni við Hollywood Reporter árið 2012: „Ég fór í meðferð 29 ára fyrir að djamma of mikið, ég hafði ekki mörk og þurfti að hreinsa hausinn og fá hugmynd um hver ég vildi vera.“

Hér er sjálfspróf SÁÁ á heimasíðu þeirra

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!