KVENNABLAÐIÐ

Nicole Kidman útskýrir loksins þennan furðulega klappstíl sinn

Klapp Nicole Kidman vakti næstum meiri athygli en klúðrið með tilkynningu bestu myndarinnar á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í síðasta mánuði. Myndir og myndbönd fóru eins og eldur um sinu um netið og furðaði fólk sig á því að hún klappaði eins og selur!

Nú hefur hún loks útskýrt þetta en hún talaði við Kyle og Jackie O á Kiss FM. Kyle sagði: „Hún er að klappa svona vegna hringanna, bjánarnir ykkar. Hún vill ekki eyðileggja skartgripina!“

NK GIFF

„Já, já, takk! Ég er svo glöð að þú uppgötvaðir það því þetta var svo kjánalegt,“ sagði Nicole. „Ég var bara, oh, hvað mig langar að klappa. Ég vildi ekki vera sú eina sem ekki var að klappa, því hvort er verra? Af hverju er Nicole ekki að klappa?“

Auglýsing

„Svo það var ástæðan, ég var að klappa en það var svo erfitt með þennan stóra hring sem ég átti ekki sjálf en var geggjaður…ég var að deyja úr hræðslu að skemma hann!“

 

Þetta kvöld var Nicole með 119 karata demantshring frá Harry Winston.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!