KVENNABLAÐIÐ

Heitt í dag: Freknutattoo!

Sumar konur nota farða til að hylja freknur, aðrar sem ekki hafa slíkar vilja hafa freknur. Er það ekki oft þannig – við viljum það sem við getum ekki fengið? Nú er mikið í tísku að fá sér freknutattoo. Já, þær eru flúraðar á andlitið. Er þetta eitt það heitasta úti í heimi. Svipað og tattooveraðar augnabrúnir er þetta tískutrend afar vaxandi. Ekki er notað sama blek og í venjulegu tattooi heldur líkara því sem notað er á augabrúnir og er líkara húðlit en bleki. Að sjálfsögðu er smá bólga og viðhald sem fylgir og svo dofna freknurnar einnig og verða ljósari.

Auglýsing

Ekki er alveg á hreinu hver hóf að tattovera freknur á andlit fólks en Gabrielle Rainbow í Montreal, Kanada var einna fyrst. Hún átti vinkonu sem var þreytt á að mála freknur á með farða. Prófaði hún fyrst að tattovera sjálfa sig (þó hún mæli ekki með því) og sá að það kom vel út. Svo gerði hún á vinkonu sína og það spurðist út.

 

 

Freknurnar dofna með tímanum og hverfa á 12-36 mánuðum. Svo getur fólk alltaf komið og fengið auka lit ef því finnst það vera að dofna of mikið.

Einungis þarf að koma í eitt skipti til að fá sér freknur. Spurning hvort íslenskar konur myndu notfæra sér þetta?

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!