KVENNABLAÐIÐ

Tattoomeistari Ed Sheeran viðurkennir að tattoo Eds séu ömurleg

Kevin Paul sem hefur flúrað líkama Ed Sheeran oftar en 40 sinnum játar að flúrin sem eru á Ed séu ljót. Segir hann þau svo hræðileg og barnaleg að þau hafi fælt í burtu aðra viðskiptavini.

Auglýsing
Kevin flúrar Ed
Kevin flúrar Ed

Kevin segir að hann taki undir með því fólki sem segir tattooin sem þeki líkama Eds kjánaleg: „Ég dissa Ed alltaf þegar ég er með honum. Segi honum að þau séu ljót (e. shit). Þau eru það!“

En öll tattooin sem eru á honum hafa eitthvert persónulegt gildi fyrir hann, segir Kevin. 

Auglýsing

Hinn breski flúrmeistari hefur sett blek á Harry Styles, Cara Delevingne og Rihönnu segir að vinnan með Ed hafi bæði verið það besta og versta sem gat komið fyrir ferilinn.

„Ég var svakalegur listamaður sem gerði þrívíddarvinnu og vann fullt af verðlaunum. Svo allt í einu er maður farinn að setja mörgæsina Pingu og f-king piparkökukalla á poppstjörnur. Allir töldu að ég væri drasl, en ég er það ekki.“

tatt ed in

Hann segir að sum smærri húðflúrin séu ekki eftir hann, en honum sé líka kennt um þau. Hann sér þó ekki eftir neinu: „Ég sé ekkert eftir að hafa unnið með honum þar sem það hefur breytt lífi mínu og opnað fyrir allskonar frábærum hlutum.“