KVENNABLAÐIÐ

Brad Pitt og Jennifer Aniston standa saman vegna skilnaðar Brads

Þau eru enn vinir! Leikarinn Brad Pitt sem skildi við Angelinu Jolie á haustmánuðum 2016 er enn í samskiptum við fyrrverandi eiginkonu sína, Jennifer Aniston. Þau skildu árið 2005 en eru í góðu bandi.

Brad hefur verið að senda Jen skilaboð og leitar huggunar og stuðnings frá henni.

Brad Pitt and Jennifer Aniston Getty Images

Fékk Brad númerið hjá henni fyrir ekki svo löngu frá sameiginlegum vinum og óskaði henni til hamingju með afmælið þann 11. febrúar síðastliðinn. Svo fóru þau að ræða saman: „Brad telur Jen vera trúnaðarvin sinn,“ segir ónefndur heimildarmaður í viðtali við Life&Style. „Hann er að ganga í gegnum erfiða tíma og þau hafa verið í sambandi.“

Jen er nýlega gift leikaranum Justin Theroux, sem er sáttur við að hún sé í sambandi við sinn fyrrverandi: „Justin finnst það í lagi að þau séu vinir. Hann veit að Jen vill bara vera almennileg.“

Jennifer Aniston and Justin Theroux Getty Images

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!