KVENNABLAÐIÐ

Stærsta martröð Donalds Trump: Oprah gæti íhugað framboð árið 2020

Sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey hefur ekki útilokað að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2020. Í viðtali við David Rubenstein hjá Bloomberg TV sagði hún að óvæntur og ótrúlegur sigur Donalds Trump í kosningunum hefði neytt hana til að hugsa hvort hún gæti orðið Oprah forseti.

David spurði hana hvort hún gæti gert það sem Hillary Clinton gat ekki: „Miðað við vinsældir þínar, hefur þú hugsað um að bjóða þig fram til forseta og verið kosin?“ spurði hann.

„Ég hafði ekki hugsað þessa spurningu með einhverjum möguleika. Ég hugsaði, „ó, ég hef ekki reynsluna, ég veit ekki nógu mikið. Og nú er ég að hugsa: Ó.“

Auglýsing

Ástæður þess að Trump er í embætti núna er vegna þess að hann var vinsæl sjónvarpsstjarna. En enginn – ekki einu sinni hann – getur keppt við Oprah. Það er bara ein slík…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!