KVENNABLAÐIÐ

Sigurdís Sóley skipuleggur tónleika til styrktar Landsbjargar

Frábært framtak einstæðrar móður: Sigurdís Sóley Lýðsdóttir er 27 ára stuðningsfulltrúi í fullu starfi og segist hvatvís að eigin sögn: „Þegar ég sat uppi í sófa með tölvuna mína og fylgdist með störfum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í stórum og slæmum málum þeirra í vetur (Birnu og Bláfjöll) kom mér á skrið. Ég vissi að ég yrði að gera eitthvað. Með mína hvatvísi fór ég bara að framkvæma og áður en ég vissi af fékk ég afar jákvæð viðbrögð frá tónlistarfólki, Hörpu og Guðna forseta. Ekkert gat stoppað mig og ég vildi fara með þetta alla leið og stofnaði „Stöndum þétt saman.”” Tónleikarnir fara fram þann 1. mars og er linkur neðar í greininni.

sol guðni

Ekkert annað slagorð kom til greina í huga Sigurdísar því hún telur að landinn standi þétt saman þegar kemur að erfiðum málum sem snerta þjóðina: „Það er ótrúlegt að sjá samstarfið sem við getum afrekað þegar við vinnum öll saman!”

Auglýsing

sol5

 

Sigurdís á þriggja ára dreng, Jökul Loga, sem er mjög virkur: „Já hann lætur mig alveg svitna í sínum yndislegu mómentum! Við eigum líka hundinn Alex sem ég er búin að eiga í níu ár.”

Sigurdís segist lýsa sjálfri sér sem kröftugri og opinni konu og einnig dálítið hvatvísri: „Ég er með ADHD sem var greint seint…ég var alltaf bara „óþekka, hvatvísa barnið” og alls ekki í uppáhaldi hjá kennurum, því miður.”

Með syni sínum, Jökli Loga
Með syni sínum, Jökli Loga

Hún er þó bjartsýn á framtíðina og þakkar fyrir dýrmæta lífsreynslu: Mitt mottó er alltaf þetta: „Lífið er dans á rósum, en það leynast alltaf þyrnir inn á milli, maður fær sár en það grær með réttri hlúun”.

Nokkrir listamannanna sem koma fram á tónleikunum
Nokkrir listamannanna sem koma fram á tónleikunum

Smelltu hér til að fara á viðburðinn á Facebook!

Tónleikar til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Veglegir tónleikar með mörgum af okkar þekktustu listamönnum verða haldnir til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í Eldborgarsal Hörpu miðvikudaginn 1. mars næstkomandi. Meðal þeirra sem þar koma fram eru Jón Jónsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Stefán Hilmarsson, Eyþór Ingi, María Ólafsdóttir, Friðrik Dór, Jóhanna Guðrún, Haukur Heiðar og Ragnar Bjarnason. Húshljómsveitina skipa: Gunnar Leó Pálsson – trommur, Helgi Reynir Jónsson – gítar, Valdimar Kristjónsson – píanó, Baldur Kristjánsson – bassi og Þórður Gunnar Þorvaldsson – hljómborð og slagverk. Forseti Íslands flytur stutta tölu í upphafi tónleikanna og kynnir verður Eva Ruza.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!