KVENNABLAÐIÐ

Móðir segir þessa mynd sanna að sonur hennar vaki yfir tvíburasystur sinni

Tvíburar eiga alltaf afar sérstakt samband…jafnvel út fyrir gröf og dauða. Að minnsta kosti heldur þessi móðir því fram. Fyrir átta árum síðan fæddi Deb Larcombe annan af væntanlegum tvíburum. Taylah komst lífs af en bróðir hennar, Jeremy ekki. Deb tók þessa meðfylgjandi mynd af öllum börnunum sínum og tók þá eftir dálitlu óvæntu: Bjartur geisli virðist vera hjá höfði Taylu.

„Eftir að hafa séð þessa mynd hafa margir sagt við mig að Jeremy hafi viljað vera með á myndinni og hann vaki yfir henni,“ segir Deb í viðtali við The Metro.

Auglýsing

twi1

Saga tvíburanna er afar sjaldgæf. Þegar Deb var komin 14 vikur á leið var henni sagt að Jeremy hefði litningagalla,Trisonomy 18, sem er heilkenni barns með of mikið af litningum. Læknar töldu að ef Jeremy myndi ekki lifa af, myndi Taylah ekki lifa af heldur þar sem hún var fyrir neðan hann í leginu.

twi2

Hann fæddist og vantaði hluta heilans, hann hafði alvarlegt hjartavandamál og vó afar lítið. Hann lést innan klukkustundar eftir fæðingu og var aldrei tekin mynd af tvíburunum saman.

„Allar myndirnar frá þessum degi hafa undarlegt ljós yfir Taylah, ég held það sé Jeremy að minna á sig,“ segir Deb. Ljósmyndarinn tók ekki eftir neinu óvenjulegu og vann myndirnar ekki neitt.

Auglýsing

„Það myndi skipta mig miklu að eiga mynd af þeim saman, og þau eru enn saman á þennan hátt. Ef hann er þar er hann hamingjusamur og gott að vita af honum nálægt, að passa systur sína.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!